Litir og litaval

Litahringurinn

Litahringurinn er samsettur úr frumlitunum (primary colours). Johannes Itten setti litahringinn upp í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag.
Frumlitirnir eru þrír gulur, rauður og blár. Frumlitirnir eru einstakir, þá er ekki hægt að blanda úr öðrum litum. Þegar gulum og rauðum er blandað saman kemur út appelsínugulur, þegar rauðum og bláum er blandað saman kemur út fjólublár og þegar bláum og gulum er blandað saman verður útkoman grænn litur. Heitir og kaldir litir, blár er dæmi um kaldan lit, þeir litir sem eru sömu megin á litahringnum og blái eru kaldir. Rauður er dæmi um heitan lit, þeir litir sem eru sömu megin á litahringnum eru heitir litir þ.e. frá gulum til fjólubláa.
Image

NCS litakerfið

NCS, náttúrulegt litakerfi er eina litakerfið sem sýnir liti nákvæmlega eins og við sjáum þá, sem er ástæða þess að það er auðvelt, rökrétt og einfalt í notkun. Þetta kerfi einfaldar samskipti fagmanna og viðskiptavina. Hver hinna milljón lita sem til eru má skilgreina í NCS litakerfinu og auðkenna nákvæmlega.

Upplifun lita

Bleikir litir eru skemmtilegir, lifandi, jákvæðir og kvenlegir
Rauðir litir eru ástríðufullir, djarfir, innilegir og hughreystandi
Appelsínugulir eru skapandi, hlýir og kósí
Gulir litir eru fagnandi og sólríkir. Sterkur gulur á hjálpa heilanum að vinna betur.
Grænir litir standa fyrir náttúruna og eru bæði kyrrlátir og hressandi sem og róandi og halda jafnvægi.
Bláir litir tengjast himninum og vatni, eru tengdir skýrri hugsun og rólegu íhugandi umhverfi.
Fjólubláir litir geta verið örvandi og kynþokkafullir, en bláir fjólubláir geta verið svalir og andlegir.


Hugmyndir að litavali má finna í umhverfinu, auglýsingum, náttúrunni, á uppáhalds vetingastaðnum þínum og listasöfnum svo dæmi sé tekið. Málaðu húsið á vef Málningar hf.

Litakort

Litaval fer að mestu eftir smekk hvers og eins, þeirra sem búa eða starfa í því húsnæði sem á að mála. Hér eru nokkur atriði og ráð sem hafa má til hliðsjónar. Litaval nær frá hvítum, hlutlausum gráum og brúnum litum yfir í skæra liti með ýmsum litbrigðum, litblæ og litatónum.
Litbrigði er litur blandaður út í svart
Image
Litblær er litur blandaður út í hvítt
Image
Litatónn er litur blandaður út í grátt
Image

Hlutlausir litir eru brúnir og gráir tónar. Þó gráir litir einir og sér virðist ekki spennandi eru þeir ótrúlega nothæfir með öðrum litum, blandaðir og hlið við hlið. Hvítir veggir og hlutlausir tónar gera rými stærra bjartara og hreinna.

Image
Allir rauðir litir passa saman sem og bleikir. Ákveðnir rauðir og bleikir tónar saman geta myndað ríkulega og ástríðufulla stofu
Image
Mjúkir appelsínugulir eru frábærlega hlýlegir en dekkri appelsínugula þarf að nota í hófi.
Image
Brúnir líta vel út með appelsínugulum. Blágrænir og svalir gráir fylla vel uppí með appelsínugulum.
Image
Gulir passa vel við græna og appelsínugula. Bláir og gulir (uppbótarlitir hvors annars) gera sígilda samsetningu innanhúss, ferskt umhverfi.
Image
Grænir litir eru oft notaðir sem hlutlausir til að ná jafnvægi í herbergi. Vissir grænir tónar passa með næstum hvaða lit sem er.
Image
Allir bláir litir passa saman svo og allir grænir. Bláir og grænir tónar eru frábærir saman í öllum styrkleikum. Allt frá ljósum yfir í dökka.
Image
Fjólubláir tónar virka vel saman en geta verið of yfirgnæfandi fyrir marga. Fjólubláir koma vel út með grænum. Bláir fjólubláir virka vel með svölum bláum litum og rauðir fjólubláir með mjúkum bleikum.
Image
Gráir litir og hlutlausir blandast vel saman í klassískan bakgrunn af lítt ágengum tónum og slík "litlaus" litaspjöld hafa verið vinsæl og eru enn í dag. Nánast hvaða lit sem er má blanda með gráum og hlutlausum litum til þess að búa til óvenjulegt og frábært rými innanhúss.
Image

Litamálun er málningarfyrirtæki sem hefur þá stefnu að vinna öll verk eftir óskum viðskiptavina. Eingöngu eru notuð hágæða efni við réttar aðstæður hverju sinni.

Hafa samband

Lyngháls 5,
110 Reykjavík
malun@litamalun.is
770 1400
770 2600

Þjónusta