Litahringurinn
NCS litakerfið
Upplifun lita
Bleikir litir eru skemmtilegir, lifandi, jákvæðir og kvenlegir
Rauðir litir eru ástríðufullir, djarfir, innilegir og hughreystandi
Appelsínugulir eru skapandi, hlýir og kósí
Gulir litir eru fagnandi og sólríkir. Sterkur gulur á hjálpa heilanum að vinna betur.
Grænir litir standa fyrir náttúruna og eru bæði kyrrlátir og hressandi sem og róandi og halda jafnvægi.
Bláir litir tengjast himninum og vatni, eru tengdir skýrri hugsun og rólegu íhugandi umhverfi.
Fjólubláir litir geta verið örvandi og kynþokkafullir, en bláir fjólubláir geta verið svalir og andlegir.
Hugmyndir að litavali má finna í umhverfinu, auglýsingum, náttúrunni, á uppáhalds vetingastaðnum þínum og listasöfnum svo dæmi sé tekið. Málaðu húsið á vef Málningar hf.
Litakort
Litbrigði er litur blandaður út í svart
Litblær er litur blandaður út í hvítt
Litatónn er litur blandaður út í grátt
Hlutlausir litir eru brúnir og gráir tónar. Þó gráir litir einir og sér virðist ekki spennandi eru þeir ótrúlega nothæfir með öðrum litum, blandaðir og hlið við hlið. Hvítir veggir og hlutlausir tónar gera rými stærra bjartara og hreinna.