• Register

Greinar

Málarinn þinn er meistari!
- Litamálun málar fyrir þig eins og þú vilt að sé málað fyrir þig -

Litamálun hefur viðskiptavininn alltaf í fyrirrúmi og því eru stundvísi,
snyrtimennska, góð skipulagning og glaðlyndi þau lykilorð sem höfð
eru að leiðarljósi í hverju verki sem unnið er.

Fáðu fagmann í verkið!

Það er mikilvægt fyrir húseigendur að huga að reglulegu viðhaldi
fasteigna sinna til þess að rýra ekki verðgildi þeirra og koma í veg
fyrir varanlegar skemmdir. Vel máluð hús eru einn mikilvægasti
þátturinn í að skapa fallega heildarmynd og lífga upp á umhverfið.
Með réttri áferð og litasamsetningu má ná fram bestu eiginleikum
hvers rýmis og skapa það andrúmsloft sem þú kýst á hverjum stað.
Fáðu fagmann í verkið sem getur leiðbeint þér við val á efni og
litasamsetningu og hefur fagkunnáttu til að mæta öllum séróskum þínum.
Taktu enga áhættu, fáðu málarameistara í verkið!

Hvers vegna ættir þú að skipta við málarameistara ?
Málarameistarinn er fagmaður
Hann ráðleggur og veitir aðstoð við efnis- og litaval
Gerir ígrundaðar kostnaðaráætlanir og verðtilboð
Notar einungis efni og málningu sem stenst íslenska veðráttu
Góð sprungu- og undirvinna tryggir betri endingu
Vinnur fagmannlega og snyrtilega

Tilboð - vinna
Óskir þú eftir tilboði frá Litamálun getur þú smellt hér og slegið inn nafn þitt, símanúmer og upplýsingar um verkið og við höfum samband innan tveggja sólarhringa. Ekki hika við að hafa samband.
Litamálun er málningarfyrirtæki sem hefur þá stefnu að vinna öll verk eftir óskum viðskiptavina. Eingöngu eru notuð hágæða efni við réttar aðstæður hverju sinni. Það skiptir ekki máli hversu stórt eða lítið verkið er eða hvar á landinu það er, Litamálun kemur til þín gerir þér tilboð - þér að kostnaðarlausu.
Málningarþjónustan Litamálun tekur að sér alla almenna málningarvinnu og sérverkefni í stórum og smáum byggingum, utanhúss og innan, hvort heldur er fyrir fyrirtæki eða einstaklinga, einnig viðgerðir bæði innandyra og utan. Litamálun veitir alla helstu ráðgjöf við litaval og samsetningar. Mikil og góð reynsla. Fagmennska, vönduð vinnubrögð og lipur þjónusta.

Upplysingar

Gsm: 770 1400

Email: malun@litamalun.is

Heimlisfang: Lyngháls 5 

við erum á facebook

facebook